Tvíburarnir afgreiddu Elliða

Rúnar (t.v.) og Bjarni skoruðu báðir í dag. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

KFR heimsótti Elliða í fjörugum leik í C-deild Lengjubikars karla í knattspyrnu í dag. Rangæingar höfðu sigur eftir hörkuleik.

Elliði komst yfir með marki úr vítaspyrnu á 30. mínútu en Rúnar Þorvaldsson jafnaði fyrir Rangæinga á 42. mínútu og hann var svo aftur á ferðinni í uppbótartímanum. Staðan 1-2 í hálfleik.

KFR komst svo í 1-3 strax í upphafi seinni hálfleik með marki frá Bjarna Rúnarssyni. Fjörið var ekki búið því að á 71. mínútu fékk Rúnar að líta rauða spjaldið en tveimur mínútum síðar tókst Bjarna að skora aftur og KFR komið í 1-4. Elliði náði að klóra í bakkann á lokakaflanum en Rangæingar héldu út og lokatölur urðu 2-4.

Þetta var fyrst sigur KFR í Lengjubikarnum í vor en liðið er í 4. sæti riðils-1 með 3 stig.

Fyrri greinSelfyssingar sterkir á lokakaflanum
Næsta greinBanaslys á Hrunavegi