Á dögunum voru Haustmót Júdósambands Íslands haldin í umsjá Júdódeildar Umf. Selfoss og Júdódeildar Ármanns. Egill Blöndal og Grímur Ívarsson unnu til gullverðlauna á móti yngri aldursflokka.
Haustmóti seniora var haldið í Iðu á Selfossi 4. október. Keppendur voru nítján og átti Selfoss þrjá keppendur á mótinu. Egill Blöndal, Grímur Ívarsson og Þór Davíðsson kepptu allir í -90 kg flokki. Egill varð í þriðja sæti en Þór tapaði naumlega fyrir Sveinbirni Iura og hafnaði í öðru sæti.
Haustmót í yngri aldursflokkum þ.e. U13/U15/U18 og U21 árs var haldið 11. október í húsakynnum Júdódeildar Ármanns. Keppendur voru 51 frá átta júdóklúbbum og var hart barist.
Fimm Selfyssingar kepptu á mótinu. Krister Andrason varð annar í -38 kg flokki U13. Hrafn Arnarsson varð annar í -66 kg flokki U15. Halldór Bjarnason varð þriðji í -73 kg flokki U15.
Grímur Ívarsson sigraði í -90 kg flokki U18. Egill Blöndal varð einnig sigurvegari í -90 kg flokki U21 og Grímur varð í öðru sæti í sama flokki.