Tvö héraðsmet á Gaflaranum

Anna Metta á mótinu í Hafnarfirði. Ljósmynd/Aðsend

Anna Metta Óskarsdóttir, Umf. Selfoss, setti tvö HSK-met á frjálsíþróttamótinu Gaflaranum, sem fram fór í Hafnarfirði um síðustu helgi.

Anna Metta sigraði í langstökki með stökk upp á 5,30 m og bætti þar ársgamalt héraðsmet Helgu Fjólu Erlendsdóttur, Íþf. Garpi, í flokki 14 ára stúlkna um 3 sm.

Hún spretti síðan úr spori í 300 m hlaupi, hún hljóp á 44,45 sek, kom önnur í mark og bætti héraðsmet Eydísar Örnu Birgisdóttur, Umf. Selfoss, í flokki 14 ára stúlkna um 0,21 sek.

Anna Metta bætti svo öðrum silfurverðlaunum í safnið þegar hún kom önnur í mark í 60 m hlaupi á tímanum 8,35 sek sem er persónulegt met hjá henni.

Fyrri greinSögukvöld um Iðnskólann á Selfossi
Næsta grein„Við erum mjög spennt fyrir kvöldinu“