Tvö HSK met á Vormóti ÍR

Tvö HSK met voru sett á Vormóti ÍR sem haldið var í Reykjavík í síðustu viku. Hulda Sigurjónsdóttir úr Suðra varð í þriðja sæti í kvennaflokki og bætti ársgamalt HSK met sitt hjá fötluðum í flokki F20.

Hulda kastaði 24,63 metra, en gamla metið var 24,13 m.

Dagur Fannar Einarsson, Umf. Selfoss,setti nýtt HSK met í 400 metra grindahlaupi (91,4 cm) í flokki 16 til 17 ára. Hann hljóp á 58,49 sek. og varð annar í karlaflokki. Tungnamaðurinn Róbert Einar Jensson átti metið, en hann hljóp á 60,6 sek. fyrir 26 árum síðan.

Fleiri Sunnlendingar tóku þátt og náðu verðlaunasætum í sínum greinum, það voru þær Thelma Björk Einarsdóttir, Hildur Helga Einarsdóttir, Fjóla Signý Hannesdóttir og Eva María Baldursdóttir.

Fyrri greinÖflugur sigur hjá Hamri
Næsta grein„Það eru nánast allir í fótbolta“