Björk Steindórsdóttir og Halldór Guðnason settu bæði HSK met í 5 km götuhlaupi í Brúarhlaupinu á Selfossi á dögunum.
Björk bætti héraðsmetið í 50–54 ára flokki, en hún hljóp á 22,57 mín. Gamla metið var 24,23 og var í eigu Auðar Ingu Ólafsdóttur.
Halldór bætti svo met Markúsar Ívarssonar í 70–74 ára flokki og hljóp á 25,38 mín.