Tvö héraðsmet voru sett í Laugavegshlaupinu sem fram fór þann 18. júlí síðastliðinn.
Reynir Guðmundsson, Frískum Flóamönnum, hljóp á 6:27,12 klst og bætti HSK metið í flokki 60-64 ára um rúmlega 32 mínútur. Kristinn Marvinsson átti gamla metið, 6:59,53 klst og var það sex ára gamalt.
Þá bætti Sigmundur Stefánsson, Frískum Flóamönnum, héraðsmetið í flokki 65-69 ára þegar hann kom í mark á 6:52,35 klst.
Fleiri hlaupamet hafa fallið í sumar en Borghildur Valgeirsdóttir, Umf. Selfoss, setti HSK met í 10 km götuhlaupi í flokki 40-44 ára þegar hún hljóp Fjölnishlaupið á 17. júní á 43:53 mín. Aðalbjörg Hafsteinsdóttir átti fyrra metið í þessum flokki, 46:16 mín og var það orðið 19 ára gamalt.