Tvö HSK-met í Laugavegshlaupinu

Sveinn Skúli fremstur í flokki skömmu eftir ræsingu í Laugavegshlaupinu, nokkrum skrefum á undan föður sínum Jóni Sæmundssyni. Ljósmynd/Aðsend

Sveinn Skúli Jónsson, Íþróttafélaginu Garpi, setti tvö HSK-met í Laugavegshlaupinu sem haldið var á dögunum.

Sveinn Skúli hljóp á 6:45,33 klst sem er héraðsmet í aldursflokkum 18-19 ára og 20-22 ára. Sveinn Skúli er yngsti hlauparinn af HSK-svæðinu í sögu Laugavegshlaupsins og enginn annar hlaupari átti skráð HSK-met í þessum tveimur flokkum.

Aldurstakmarkið í Laugavegshlaupið er 18 ár en Sveinn Skúli varð 19 ára tveimur dögum fyrir hlaupið, sem fram fór þann 13. júlí síðastliðinn.

Jón Sæmundsson, faðir Sveins Skúla, var nærri HSK-metinu í sínum aldursflokki 45-49 og móðir Sveins, Guðrún Lára Sveinsdóttir, hljóp einnig í hlaupinu og nú er spurning hvort það hafi gerst áður að hjón og barn þeirra hafi hlaupið saman í Laugavegshlaupinu.

Fyrri greinMaður um mann – Gleðistund að Kvoslæk
Næsta greinFjórði Íslandsmeistaratitill Valgerðar í röð