Þorlákshafnarbúinn Hjörtur Már Ingvarsson setti tvö Íslandsmet á Íslandsmóti ÍF í sundi í 25m laug sem fram fór um helgina.
Hjörtur keppir í flokki hreyfihamlaðra (S5). Á laugardag synti hann 50m skriðsund á 46,17 sekúndum og á sunnudag synti hann svo 100m skriðsund á 1:40,24 mínútum.
Mótið fór fram í innilauginni í Laugardalnum og var mikið líf og fjör í lauginni. Fleiri Sunnlendingar tóku þátt í mótinu en Íþróttafélagið Suðri sendi tíu keppendur til leiks.