Hamar og ÍR gerðu 2-2 jafntefli í 2. deild kvenna í knattspyrnu í kvöld en liðin mættust í Breiðholtinu.
Hamar byrjaði betur í leiknum og Brynhildur Sif Viktorsdóttir kom þeim í 0-2 á fimm mínútna kafla um miðjan fyrri hálfleikinn. ÍR minnkaði muninn undir lok fyrri hálfleiks og staðan var 1-2 í leikhléi.
ÍR-ingar jöfnuðu metin strax í upphafi seinni hálfleiks og þar við sat þrátt fyrir góðar sóknir beggja liða í seinni hálfleiknum.
Liðin eru á svipuðu róli í deildinni; Hamar er í 7. sæti með 5 stig en ÍR í 8. sæti með 4 stig og á leik til góða á Hamar.