Liðmenn HSK/Selfoss kræktu í tvenn silfurverðlaun og eins bronsverðlaun á seinni degi Meistaramóts Íslands í frjálsum íþróttum innanhúss í Reykjavík í dag.
Fjóla Signý Hannesdóttir bætti sig í báðum greinum dagsins. Hún kom þriðja í mark í 200 m hlaupi á tímanum 26,13 sem er nýtt HSK met. Hún gerði enn betur í úrslitum 60 m grindahlaupsins þar sem hún náði í silfur, hljóp á 8,993 sekúndum en tíminn er skráður 9,00 sek sem einnig er HSK met.
Þá varð Hreinn Heiðar Jóhannsson annar í hástökki í dag en hann stökk 1,91 m.