Tólf leikmenn Selfoss tóku þátt í æfingum á vegum Handknattleikssambands Íslands um helgina auk þriggja Selfyssinga sem voru með A-landsliðinu í Úkraínu.
HSÍ valdi í fyrsta skipti landsliðshóp fyrir 2003 árgang stráka. Sex leikmenn voru valdir frá Selfossi eða langflestir allra liða en þetta er þeir Aron Darri Auðunsson, Elvar Elí Hallgrímsson, Guðmundur Tyrfingsson, Ísak Gústafsson, Jón Þórarinn Þorsteinsson og Reynir Freyr Sveinsson. Þessi árgangur á Selfossi hefur verið afar sigursæll og ekki tapað handboltaleik í rúm tvö ár.
Auk þeirra voru eftirfarandi leikmenn frá Selfossi valdir til æfinga. Tryggvi Þórisson og Vilhelm Freyr Steindórsson við æfingar með U-15 ára liðinu, Haukur Þrastarson spilaði með U-17 ára liði Íslands á fjögurra liða móti í Frakklandi og gerði 14 mörk í 3 leikjum gegn Frökkum, Svisslendingum og Ungverjum.
Elvar Örn Jónsson og Teitur Örn Einarsson stunduðu æfingar með U-21 árs liðinu auk þess sem Einar Sverrisson var í sérstökum afrekshóp HSÍ sem Geir Sveinsson valdi til æfinga með U-21 árs landsliðinu. Markmið hópsins er að undirbúa fleiri leikmenn fyrir A landsliðið í framtíðinni.
Greint er frá þessu á heimasíðu UMFS.