Úlfur Böðvarsson og Egill Blöndal unnu báðir Íslandsmeistaratitla þegar Íslandsmótið í júdó í aldursflokkunum 11-20 ára fór fram á dögunum í sal júdódeildar Ármanns.
Selfyssingar áttu níu fulltrúa meðal 103 keppenda á mótinu.
Úlfur kórónaði glæsilegan keppnisvetur með því að verða Íslandsmeistari, og eins og oft áður í vetur sigraði hann með nokkrum yfirburðum. Þarna er á ferðinni efnilegur íþróttamaður sem vert verður að fylgjast með og drengur góður.
Egill Blöndal fékk ekki mikla mótspyrrnu í þetta skiptið þar sem hann tókst á við Romans Rumba og var hann ekki mikil fyrirstaða fyrir Egil, en Roman hefur verið nokkuð frá æfingum vegna meiðsla. En eins og æfinlega glímdi Egill af öryggi og var vel að Íslandsmeistaratitlinum kominn.
Grímur Ívarsson hefur oft átt betri daga en á þessu móti og aðdáendur kannski farnir að gera heldur miklar kröfur til Gríms, sem er nýkominn upp um aldurs og þyngdarflokk en 3. sæti í þetta skiptið niðurstaðan.
Sveitakeppni drengja undir 13 ára var mjög spennandi og endaði þannig að þrjú lið voru jöfn að vinningum; Selfoss, JR og Draupnir. Röðuðust liðin á endanum efir innbyrðis stigum og varð lið JR efst, Draupnir í öðru sæti og Selfoss í því þriðja.
Verðlaun í flokki undir 13 ára –46 kg
Bjartþór Böðvarsson 2. sæti
Valdimar Sveinsson 3. sæti
Verðlaun í flokki undir 13 ára –55 kg
Halldór Bjarnason 3. sæti
Verðlaun í flokki undir 15 ára – 81kg
Úlfur Böðvarsson 1. sæti Íslandsmeistari
Verðlaun í flokki undir 15 ára +100kg
Sigurður Fannar Hjaltason 2. sæti
Verðlaun í flokki undir 18 ára -81kg
Grímur Ívarsson 3. sæti
Verðlaun i flokki undir 18. ára -90kg
Egill Blöndal 1. sæti Íslandsmeistari
Verðlaun í flokki undir 21 ára +100kg
Trostan Gunnarsson 3. sæti
Sveitakeppni drengir undir 13 ára
3. sæti. Sveitina skipuðu: Hrafn Arnarsson, Bjartþór Böðvarsson og Halldór Bjarnason