Sveitarfélagið Árborg hefur samið við Umf. Selfoss um áframhaldandi rekstur á Selfossvelli. Samningurinn felur í sér að Umf. Selfoss sér um daglegan rekstur á mannvirkjum og keppnis- og æfingavöllum á svæðinu.
Í nýja samningnum er gert ráð fyrir að hægt sé að bæta við starfsmanni á svæðið í heilsársstarf sem áður var bara sumarstarf. Samningurinn er til tveggja ára eða út árið 2015 og er að öðru leyti mjög líkur þeim samningi sem áður var í gildi.
Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Sv. Árborgar og Kristín Bára Gunnarsdóttir, formaður Umf. Selfoss skrifuðu undir samninginn ásamt Gunnari Egilssyni, formanni framkvæmda- og veitustjórnar en Selfossveitur koma að samningnum, Kjartani Björnssyni, formanni íþrótta- og menningarnefndar og Gissuri Jónssyni. framkvæmdastjóra Umf. Selfoss.