Unglingalandsmót UMFÍ árið 2012 verður haldið á Selfossi. Þetta var tilkynnt á landsmótinu í Borgarnesi um helgina.
Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ, tilkynnti það í ræðu sinni að á stjórnarfundi UMFÍ í júlí hefði verið ákveðið að HSK fengi mótið með Selfoss sem mótsstað. Mótið fer að vanda fram um verslunarmannahelgina.
Auk Selfoss sóttu UMSE og UFA, Akueyri sem mótsstað, og USÚ, Hornarfjörður sem mótsstað, um halda umrætt mót.
Mótið á næsta ári verður hins vegar haldið á Egilsstöðum.