Ungmennalið Selfoss heldur áfram að ná góðum úrslitum í Grill66 deild karla í handbolta en í kvöld vann liðið ungmennalið Hauka sannfærandi á útivelli.
Selfyssingarnir höfðu undirtökin stærstan hluta leiksins. Staðan í hálfleik var 8-12 og munurinn jókst enn frekar í seinni hálfleiknum. Lokatölur urðu 18-26.
Sigurður Snær Sigurjónsson og Hans Jörgen Ólafsson voru markahæstir Selfyssinga með 5 mörk, Tryggvi Sigurberg Traustason skoraði 4, Elvar Elí Hallgrímsson og Sölvi Svavarsson 3, Haukur Páll Hallgrímsson og Alexander Hrafnkelsson 2 og þeir Gunnar Flosi Grétarsson og Einar Ágúst Ingvarsson skoruðu 1 mark hvor.
Ungmennalið Selfoss er áfram í 5. sæti deildarinnar, nú með 16 stig en Haukar U eru í 6. sæti með 14 stig.