Hákon Garri Gestsson hefur skrifað undir samning við handknattleiksdeild Umf. Selfoss.
Hákon Garri er vinstri skytta frá Selfossi. Í vor fékk Hákon verðlaun fyrir afrek ársins í handknattleiksakademíu Selfoss, en á yngsta ári varð hann markahæsti leikmaður 3. flokks á síðasta tímabili. Þá varð hann fastamaður í U-liði Selfoss síðari hluta tímabilsins.
„Það verður gaman að fylgjast með þessum leikmanni taka sín næstu skref sem þrátt fyrir ungan aldur hefur spilað sig inn í meistaraflokk Selfoss með framgöngu sinni á undirbúningstímabilinu,“ segir í tilkynningu frá Selfyssingum.