Selfoss vann öruggan sigur á HK/Víkingi í B-deild Lengjubikars kvenna í knattspyrnu í Egilshöllinni í Reykjavík í kvöld.
Unnur Dóra Bergsdóttir kom Selfyssingum yfir á 22. mínútu og hún bætti svo við öðru marki á 36. mínútu. Staðan var 0-2 í leikhléi en HK/Víkingur minnkaði muninn í 1-2 strax á upphafsmínútum síðari hálfleiks. Þar við sat allt þar til fimmtán mínútur voru eftir að Magdalena Reimus skoraði fyrir Selfoss og tryggði 1-3 sigur.
Þetta var fyrsti sigur Selfoss í Lengjubikarnum en liðið hefur nú 3 stig og er í 5. sæti B-deildarinnar.