Í kvöld, þriðjudaginn 29. desember kl. 19:30, verður Uppskeruhátíð íþrótta- og menningarnefndar Árborgar haldin í sal FSu. Þá verður tilkynnt um val á íþróttakarli og -konu Árborgar 2015.
Fjöldi íþróttamanna á öllum aldri er heiðraður auk einstaklinga og félagasamtaka sem hafa staðið sig vel í almenningsíþróttum á árinu.
Guðmundur Þórarinsson mætir á hátíðina og spilar og syngur fyrir gesti en hátíðin er öllum opin.
Eftirtaldir íþróttamenn hafa verið tilnefndir til kjörs íþróttakarls og konu Árborgar 2015 en í viðhengi má síðan lesa nánar um afrek hvers og eins á árinu.
- Alexandra Eir Grétarsdóttir golf
- Ari Gylfason Körfuknattleikur
- Arnar Logi Sveinsson knattspyrna Umf. Selfoss
- Aron Emil Gunnarsson golf
- Atli Kristinsson handknattleikur íþf. Mílan
- Bergur Jónsson hestaíþróttir
- Björgvin Smári Guðmundsson skák
- Brynjar Þór Elvarsson knattspyrna Árborg
- Daníel Jens Pétursson taekwondo
- Eyrún Ýr Pálsdóttir hestaíþróttir
- Elmar Darri Vilhelmsson mótorcross
- Elvar Örn Jónsson handknattleikur Umf. Selfoss
- Fjóla Signý Hannesdóttir frjálsar íþróttir
- Grímur Ívarsson júdó
- Guðmunda Brynja Óladóttir knattspyrna
- Guðrún Hulda Sigurjónsdóttir frjálsar íþróttir fatlaðra
- Gyða Dögg Heiðarsdóttir mótokross
- Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir handbolti
- Ingibjörg Erla Grétarsdóttir taekwondo
- Margrét Lúðvígsdóttir fimleikar
- Rikarð Atli Oddsson fimleikar
- Sigurjón Ægir Ólafsson íþróttir fatlaðra
- Sverrir Heiðar Davíðsson frjálsar íþróttir