Uppskeruhátíð ÍTÁ í kvöld

Í kvöld kl. 19:30 fer fram árleg uppskeruhátíð íþrótta- og menningarnefndar Árborgar. Hátíðin fer fram í hátíðarsal Fjölbrautaskóla Suðurlands.

Á hátíðinni eru þeir einstaklingar sem hafa skarað framúr á árinu í sinni íþrótt heiðraðir ásamt því að íþróttafélögin úthluta úr sínum afrekssjóðum sem sveitarfélagið leggur pening í samkvæmt samningi. Hápunktur kvöldsins er síðan þegar tilkynnt er um kjör íþróttakonu og -karls Árborgar 2016.

Tónlistarkonurnar Bergrún Gestsdóttir, Arna Dögg Sturludóttir og Birta Rós Hlíðdal sem unnu söngkeppni FSu fyrr í haust spila og syngja nokkur lög.

Hátíðin er öllum opin en boðið er uppá kaffi og meðlæti að henni lokinni.

Fyrri greinAnna María og Erna framlengja samninga sína
Næsta greinÓfært frá Lögbergi að Flosagjá