Árborg og KFS leika seinni leik sinn í 8-liða úrslitum 3. deildar karla í knattspyrnu í kvöld kl. 20:00 á flóðlýstum Selfossvelli.
Fyrri leik liðanna í Vestmannaeyjum á laugardag lauk með 2-0 sigri Árborgar. Útivallamörk gilda í viðureigninni og því eru Árborgarar í nokkuð góðri stöðu fyrir leikinn í kvöld.
Liðið sem sigrar samanlagt mætir annað hvort Tindastóli frá Sauðárkróki eða Magna á Grenivík í úrslitaviðureign um sæti í 2. deild. Þar er einnig leikið heima og heiman.
Athygli er vakin á breyttum leiktíma en leikurinn fer fram kl. 20:00 á gervigrasvellinum á Selfossi.