Úrslitin í einvígi Hamars og Vals um sæti í úrvalsdeild karla í körfubolta munu ráðast í oddaleik að Hlíðarenda kl. 18:00 á miðvikudagskvöld. Valur vann nauman sigur í Hveragerði í kvöld, 84-89.
Staðan er því 2-2 í einvíginu.
Hamar var í góðri stöðu lengi vel í leiknum í kvöld en gekk hvorki né rak í síðasta fjórðungnum. Staðan í hálfleik var 52-43 eftir að Hvergerðingar höfðu átt frábæran kafla í 3. leikhluta.
Tölfræði Hamars: Erlendur Ágúst Stefánsson 19 stig, Christopher Woods 19 stig/20 fráköst, Örn Sigurðarson 18 stig/5 fráköst, Hilmar Pétursson 12 stig, Oddur Ólafsson 9 stig/5 fráköst, Rúnar Ingi Erlingsson 4 stig, Snorri Þorvaldsson 3 stig.