
Héraðsmót HSK í skák 2024 Fór fram í Selinu á Selfossi mánudaginn 13. janúar síðastliðinn. Mótið átti upphaflega að fara fram í desember, en var frestað vegna veðurs.
Til keppni mættu sex sveitir þar sem hver sveit var skipuð fjórum aðilum. Mótið var verulega jafnt og skemmtilegt í alla staði, þar sem úrslitin réðust í síðustu skák þar sem teflt var fram á síðustu sekúndu.
A-sveit Dímonar fór með sigur af hólmi með 16 vinninga, í 2. sæti varð A-sveit Selfoss með 15 vinninga og í 3. sæti Þór Þorlákshöfn með 14 vinninga.
B-sveit Dímonar varð í 4. sæti með 8½ vinning, B-sveit Selfoss í 5. sæti með 5½ vinning og Gnúpverjar urðu í 6. sæti með 1 vinning.


