Úrslitin réðust í síðustu skákinni

Sigursveit Dímonar (f.v.) Gregory Nemeth, Egill Steinar Ágústsson, Magnús Pálmi Örnólfsson og Stefán Arnalds. Einnig tefldi Anton Vignir Guðjónsson eina skák fyrir sigursveitina. Ljósmynd/HSK

Héraðsmót HSK í skák 2024 Fór fram í Selinu á Selfossi mánudaginn 13. janúar síðastliðinn. Mótið átti upphaflega að fara fram í desember, en var frestað vegna veðurs.

Til keppni mættu sex sveitir þar sem hver sveit var skipuð fjórum aðilum. Mótið var verulega jafnt og skemmtilegt í alla staði, þar sem úrslitin réðust í síðustu skák þar sem teflt var fram á síðustu sekúndu.

A-sveit Dímonar fór með sigur af hólmi með 16 vinninga, í 2. sæti varð A-sveit Selfoss með 15 vinninga og í 3. sæti Þór Þorlákshöfn með 14 vinninga.

B-sveit Dímonar varð í 4. sæti með 8½ vinning, B-sveit Selfoss í 5. sæti með 5½ vinning og Gnúpverjar urðu í 6. sæti með 1 vinning.

A-sveit Selfoss varð í 2. sæti. Ljósmynd/HSK
Sveit Þórs Þ varð í 3. sæti. Ljósmynd/HSK
Teflt var á tólf borðum á mótinu. Ljósmynd/HSK
Fyrri greinEngar forsendur fyrir því að seinka undirbúningi Hvammsvirkjunar
Næsta grein„Stækkunin breytir öllu“