Ungmennasamband Vestur-Skaftafellssýslu og Héraðssambandið Skarphéðinn munu bæði sækja um að halda Landsmót 50+ árið 2025.
USVS hyggst halda mótið á Kirkjubæjarklaustri og hefur til þess stuðning Skaftárhrepps en sveitarstjórn samþykkti samhljóða á síðasta fundi sínum að styðja umsókn USVS. Skaftárhreppur mun leggja til afnot af íþróttamannvirkjum og samkomusölum sínum eins ot þörf er á til notkunar á mótinu.
Byggðaráð Rangárþings ytra samþykkti síðan á fundi sínum í morgun að standa að baki umsókn HSK um að mótið verði haldið á Hellu árið 2025. Í bókun byggðaráðs segir að kjörástæður séu á Hellu og nágrenni til að halda frábært Landsmót 50+.
Síðasta 50+ landsmótið á Suðurlandi var haldið í Hveragerði árið 2017. Á næsta ári verður mótið haldið í Vogum á Vatnsleysuströnd en ákvörðun um mótsstaðinn 2025 mun liggja fyrir fyrir áramót.