Íþróttafélagið Hamar í samvinnu við 66°N hlauparöðina stóð fyrir 25 km utanvegahlaupi að morgni 17. júní sl.
Hlaupið var meðal annar um Hamarinn og yfir hann og inn dalinn að Rjúpnabrekkum og inn Reykjadal alla leið upp á Ölkelduháls og til baka aftur. Yfir 50 hlauparar voru skráðir til leiks í lengra hlaupið þar sem kynjaskipting var nokkuð jöfn og elsti keppandinn var 70 ára.
Fimmtán hlauparar tóku þátt í 5 km utanvegaútgáfu sem var haldin samhliða þar sem yngsti þátttakandi var aðeins 9 ára. Heppnaðist framkvæmdin í alla staði vel og var góður rómur gerður að hlaupaleiðinni og þeir sem ekki höfðu komið í Reykjadalinn voru sérstaklega hrifnir af umhverfinu og hlaupaleiðinni.
Ljóst er af viðbrögðum hlaupara að þetta hlaup er komið til að vera og vilja aðstandendur þakka kærlega öllum sjálfboðaliðum sem komu að hlaupinu sem og þátttakendum fyrir góðan dag.
Úrslit í 25 km hlaupinu.
3 fyrstu í kvennaflokki.
1 2:14:16 Ósk Vilhelmsdóttir
2 2:18:43 Guðbjörg Margrét Björnsdóttir
3 2:29:58 Pia Aaberg
3 fyrstu í karlaflokki.
1 1:52:14 Þorbergur Jónsson
2 1:56:06 Snorri Gunnarsson
3 2:02:10 Keith Fogg
Úrslit í 5 km hlaupinu.
3 fyrstu í kvennaflokki.
1 29,39 Margrét Gísladóttir
2 31,01 Álfhildur Þorsteinsdóttir
3 31,16 Ágústa Þ. Sigurðardóttir
3 fyrstu í karlaaflokki.
1 21,45 Grétar Snorrason
2 26,03 Ágúst Örn Ingvarsson
3 28,26 Sævar Logi Ólafsson
Heildar úrslit á www.skokkhopurhamars.blogcentral.is og www.hlaup.is Mynd.