Hamar og Selfoss unnu góða sigra á útivelli í kvöld í 1. deild karla í körfubolta.
Hamar heimsótti ÍA á Akranes og þar var leikurinn í öruggum höndum Hvergerðinga nær allan tímann. Staðan í hálfleik var 31-51, Hamri í vil. Jafnræði var með liðunum í seinni hálfleik þar sem Hamar hélt forskotinu í tuttugu stigum. Lokatölur urðu 79-99. Dareial Franklin var stigahæstur Hamarsmanna með 37 stig.
Í Dalhúsum í Grafarvogi mættust Fjölnir og Selfoss. Selfoss tók frumkvæðið í fyrri hálfleiknum og leiddi 37-50 í leikhléi. Fjölnismenn minnkuðu muninn niður í fimm stig í 3. leikhluta en í þeim fjórða tókst Selfyssingum að verjast öllum áhlaupum heimamanna og halda forystunni til enda. Trevon Evans var stigahæstur Selfyssinga með 30 stig og 10 stoðsendingar og Gasper Rojko var sömuleiðis sterkur með 21 stig og 12 fráköst.
Selfoss er í 5. sæti deildarinnar með 6 stig og Hamar er í 6. sæti með 4 stig.
Tölfræði Hamars: Dareial Franklin 38/7 fráköst, Ragnar Magni Sigurjónsson 19/8 fráköst, Kristijan Vladovic 9/4 fráköst/6 stoðsendingar/5 stolnir, Maciek Klimaszewski 8/6 fráköst, Joao Lucas 7/8 fráköst, Sigurður Dagur Hjaltason 6, Arnar Dagur Daðason 6, Bjarki Friðgeirsson 3, Haukur Davíðsson 3.
Tölfræði Selfoss: Trevon Evans 30/6 fráköst/10 stoðsendingar, Gasper Rojko 21/12 fráköst, Vito Smojer 19, Styrmir Jónasson 12, Óli Gunnar Gestsson 8/6 fráköst, Arnar Geir Líndal 7, Ísar Freyr Jónasson 5, Sigmar Jóhann Bjarnason 2.