Vallaskóli vann silfur í skólaskák

Skáksveit Vallaskóla ásamt Björgvini Smára, liðsstjóra. Ljósmynd/Vallaskóli

Vallaskóli á Selfossi sendi sveit til keppni á Íslandsmóti barnaskólasveita í skák sem haldið var í Reykjavík í lok mars.

Sveitin hafnaði í 13. sæti og fékk 2. verðlaun landsbyggðasveita á eftir Brekkuskóla frá Akureyri.

Í skáksveit Vallaskóla voru þeir Guðbergur Davíð Ágústsson, Þórður Már Steinarsson, Sigurður Ingi Björnsson og Óskar Tumi Tómasson, sem allir eru í 7. bekk. Liðsstjóri var Björgvin Smári Guðmundsson, kennari.

Mikill skákáhugi hefur verið meðal nemenda Vallaskóla undanfarið og eru skákæfingar á miðstigi kl. 13:40-14:20 á mánudögum og hjá 4. bekk á þriðjudögum kl. 13:00-13:40. Skákæfingarnar eru á vegum skólans og sér Björgvin Smári um þær.

Mikill skákáhugi er meðal nemenda í Vallaskóla. Ljósmynd/Vallaskóli
Fyrri greinElska að láta mig fljóta
Næsta greinArðsemi hamingjunnar á landsbyggðinni