Valur lagði vængbrotna Þórsara

Fotios Lampropoulos skoraði 15 stig og tók 9 fráköst fyrir Þór. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Þór Þorlákshöfn heimsótti Val að Hlíðarenda í þriðja leik liðanna í undanúrslitum Íslandsmóts karla í körfubolta. Þórsarar mættu laskaðir til leiks og Valur vann auðveldan sigur, 91-65.

Staðan í einvíginu er því 2-1 fyrir Þór og liðin mætast næst í Þorlákshöfn á sunnudaginn.

Þór mætti til leiks án Vincent Shahid, sem lá veikur heima og eftir aðeins tvær mínútur tognaði Jordan Semple og spilaði ekki eftir það. Yngri leikmenn stigu upp og skiluðu sínu en margir voru þeir að fá sínar fyrstu „alvöru“ mínútur í vetur.

Þrátt fyrir þunnskipaðan hóp voru Þórsarar sprækir í fyrri hálfleik og staðan í leikhléi var 41-30. Í seinni hálfleiknum höfðu Valsarar hins vegar öll völd og juku forskotið jafnt og þétt.

Hjá Þór var Fotios Lampropoulos atkvæðamestur með 15 stig og 9 fráköst.

Valur-Þór Þ. 91-65 (20-12, 21-18, 22-13, 28-22)
Tölfræði Þórs: Fotios Lampropoulos 15/9 fráköst, Emil Karel Einarsson 9, Tómas Valur Þrastarson 9, Styrmir Snær Þrastarson 8/5 fráköst/7 stoðsendingar, Tristan Rafn Ottósson 7/6 fráköst, Arnór Bjarki Eyþórsson 6/5 fráköst, Davíð Arnar Ágústsson 5, Styrmir Þorbjörnsson 3, Magnús Breki Þórðason 3.

Fyrri grein„Þeir þola alveg þennan snjó í viku“
Næsta greinHin látna var kona á þrítugsaldri