
Það verða Valur og ÍBV sem leika til úrslita á Ragnarsmótinu í handbolta í Hleðsluhöllinni á Selfossi á laugardag.
Síðustu leikir riðlakeppninnar voru spilaðir í kvöld. Valur sigraði ÍR 31-22 og ÍBV sigraði Hauka 34-26.
Leikir laugardagsins eru þessir:
Leikur um 5. sæti kl. 10:00 Selfoss – Fram
Leikur um 3. sæti kl. 11:40 ÍR – Haukar
Leikur um 1. sæti kl. 13:15 Valur – ÍBV