Hamar fékk tuttugu stiga skell þegar Breiðablik kom í heimsókn í Domino's-deild kvenna í körfubolta í kvöld, 57-77.
Breiðablik skoraði fyrstu tólf stigin í leiknum en staðan að loknum 1. leikhluta var 11-21. Hamar náði að minnka muninn í 2. leikhluta niður í eitt stig og staðan var 35-36 í hálfleik.
Salbjörg Sævarsdóttir kom Hamri yfir í upphafi síðari hálfleiks, 38-36 en Valur svaraði með 2-10 áhlaupi og hélt forystunni eftir það. Staðan var 48-59 eftir 3. leikhluta og munurinn jókst enn frekar í síðasta fjórðungnum. Lokatölur 57-77.
Andrina Rendon var stigahæst hjá Hamri með 14 stig og 10 fráköst. Salbjörg skoraði 13 stig, Þórunn Bjarnadóttir 10, Katrín Eik Össurardóttir 7, Kristrún Rut Antonsdóttir 6, Heiða Valdimarsdóttir 4 og Sóley Guðgeirsdóttir 3.