Valur varðist öllum áhlaupum Selfoss

Hulda Dís Þrastardóttir. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Selfoss heimsótti Val í úrvalsdeild kvenna í handbolta í kvöld. Valur vann öruggan sigur, 30-20, og eru Valskonur ósigraðar á toppi deildarinnar á meðan Selfyssingar eru stigalausar á botninum.

Leikurinn var jafn fyrstu tíu mínúturnar en þá tóku Valskonur á sprett og náðu sex marka forskoti, 10-6. Selfoss skoraði þrjú mörk í röð fyrir leikhlé og breytti stöðunni í 12-10 en Valur tók þá aftur við sér og staðan var 16-11 í hálfleik.

Selfoss minnkaði muninn í þrjú mörk í upphafi seinni hálfleiks en aftur settu Valskonur í gírinn og náðu mest átta marka forskoti, 26-18. Þar með voru úrslitin ráðin, þó að Selfoss hafi átt fínan sprett undir lokin þar sem þær minnkuðu muninn í fjögur mörk þegar sjö mínútur voru eftir.

Perla Ruth Albertsdóttir var markahæst Selfyssinga með 7 mörk, Sara Dröfn Ríkharðsdóttir og Hulda Hrönn Bragadóttir skoruðu 4, Hulda Dís Þrastardóttir 3, Harpa Valey Gylfadóttir 2 og þær Arna Kristín Einarsdóttir, Katla María Magnúsdóttir og Elínborg Katla Þorbjörnsdóttir skoruðu 1 mark hver.

Þetta var þriðji leikur Selfoss í deildini og þær eru enn á höttunum eftir sínum fyrsta sigri. Næsti leikur liðsins er á heimavelli gegn ÍR föstudaginn 4. október næstkomandi.

Fyrri greinHver er ég og hvert er èg að fara? 
Næsta greinMosfellingar meistarar meistaranna