Þórsarar í Þorlákshöfn hafa samið við Bandaríkjamanninn Vance Hall um að leika með á komandi keppnistímabili. Hann er 193 cm hár leikstjórnandi.
Frá þessu er greint á Facebooksíðu Þórs.
Hall útskrifaðist úr Bellarmine University í fyrra. Bellarmine er 2. deildar skóli og þar lék hann í tvö keppnistímabil en fyrstu tvö tímabilin lék hann með Wright State University í 1.deildinni. Hall var með 14,7 stig, 4,6 fráköst og 4,7 stoðsendingar á lokaárinu sínu með BU og var að hitta 41,4% fyrir utan þriggja stiga línuna.
Ekki liggur fyrir hvenær Hall mætir í Höfnina, en hann verður klár í slaginn með liðinu í Lengjubikar sem hefst 14. september.