Þór Þ. vann öruggan sigur á Val í Lengjubikar karla í körfubolta í kvöld, 86-69, í Þorlákshöfn.
Þórsarar höfðu forystuna allan tímann og leiddu 29-21 að loknum 1. leikhluta. Valsmenn löguðu stöðuna lítillega í 2. leikhluta en leikar stóðu 50-45 í hálfleik.
Þriðji leikhluti var kaflaskiptur, Þór náði mest níu stiga forskoti, 62-53, en þá kom áhlaup frá gestunum sem minnkuðu muninn niður í þrjú stig. Þór skoraði svo síðustu fimm stigin í leikhlutanum og leiddu 67-59 að honum loknum.
Leikurinn var svo í öruggum höndum Þórsara í síðasta leikhlutanum þar sem þeir leiddu 78-68 þegar rúmar sex mínútur voru eftir. Það sem eftir lifði leiks skoruðu Valsmenn aðeins eitt stig á móti átta stigum Þórsara. Lokatölur 86-69.
Ben Smith var stigahæstur hjá Þór með 27 stig en maður leiksins var Grétar Ingi Erlendsson sem átti mjög fínan leik með 18 stig og 11 fráköst. Robert Diggs skoraði 17 stig og Guðmundur Jónsson 9.
Þór er í efsta sæti síns riðils með fullt hús stiga þegar tveir leikir eru eftir af riðlakeppninni.