Var þris­var greind vit­laust

Dagný Brynjarsdóttir. Ljósmynd/Hafliði Breiðfjörð

Dagný Brynj­ars­dótt­ir, landsliðskona í knatt­spyrnu, er bjart­sýn á að vera búin að fá bót meina sinna eft­ir tals­verða fjar­veru vegna meiðsla og von­ast til að taka þátt í öðrum leik Port­land Thorns í banda­rísku at­vinnu­deild­inni.

Morgunblaðið greinir frá þessu.

Dagný hef­ur glímt við meiðsli í liðbönd­um við mjaðmagrind­ina og spjald­hrygg­inn og það hef­ur tekið tals­verðan tíma. Und­ir­bún­ings­tíma­bilið fór því nán­ast í súg­inn hjá henni. Dagný mætti til leiks með ís­lenska landsliðinu í Al­gar­ve-bik­arn­um í byrj­un mars en gat aðeins tekið þátt í ein­um leik af fjór­um, gegn Jap­an, og spilaði þá sinn 70. lands­leik. Hún var ekki með í vináttu­leikj­un­um í Slóvakíu og Hollandi á dög­un­um.

„Ég hef fengið fjög­ur plön síðan ég meidd­ist en eng­in þeirra hafa gengið upp og ég hef alltaf orðið fyr­ir jafn­mikl­um von­brigðum. Nú reyni ég að taka fyr­ir einn dag í einu. Ég var þris­var greind vit­laust og það sást aldrei neitt á mynd­um en ég er nokkuð viss um að vera á réttu róli með þetta núna. Ég hefði lík­leg­ast getað beðið í nokkr­ar vik­ur eða mánuði í viðbót og þá hefði þetta lag­ast smám sam­an, en tíma­bilið hérna er að byrja og svo er stutt í EM, þannig að það hef­ur allt verið reynt til þess að flýta fyr­ir bat­an­um,“ sagði Dagný í samtali við Morgunblaðið.

Frétt mbl.is

Fyrri greinÞurfa samning til að starfa á Þingvöllum
Næsta greinNý stjórn Vinafélags Foss- og Ljósheima