Veðrið lék við þátttakendur og skipuleggjendur hjólreiðakeppninnar KIA Gullhringurinn, sem haldin var á Selfossi um helgina.
Um það bil þrjú hundruð þátttakendur hjóluðu lengri vegalengdirnar á laugardagskvöldið en keppt var í tveimur flokkum og sigruðu þau Davíð Jónsson, HFR Alvogen, og Silja Jóhannesdóttir, Hjólreiðafélagi Akureyrar, í A flokki.
Það var alþjóðlegur bragur á efstu stæum B flokksins en það voru þau Teing Ko frá Bretlandi og Tomasz Prokopiuk frá Pólandi sem komu fyrst í mark þar.
Einnig var hægt að taka þátt í samhjólaflokki, þar sem ekki var tekinn tími heldur hjólað til skemmtunar og á sunndeginum var fjölskylduhringur BYKO og KIA Gullhringsins hjólaður á samhjóls forsendum og endað í grillveislu.
Þetta er í 12. sinn sem KIA Gullhringurinn er haldin en hann var hjólaður frá Laugarvatni fyrstu níu árin en var svo fluttur í Selfoss sumarið 2021.
Úrslit KIA Gullhringsins 2023:
A flokkur kvenna
1. Silja Jóhannesdóttir HFA
2. Júlía Oddsdóttir Breiðablik
3. Kristín Edda Sveinsdóttir HFR Alvogen
A flokkur karla
1. Davíð Jónsson HFR Alvogen
2. Kristinn Jónsson HFR Alvogen
3. Joppe de Heij Team Sensa
B flokkur kvenna
1. Teing Ko
2. Sunneva Ósk Pálmarsdóttir
3. Sigþruður Blöndal
B flokkur karla
1. Tomasz Prokopiuk
2. Reynir Guðjónsson Tindur
3. Kristján Sigfús Einarsson