Vel heppnað gæðingamót Smára

Gæðingamót Smára fór fram á Flúðum í dag í frábæru veðri. Þátttaka var ágæt og margar góðar sýningar litu dagsins ljós.

Í barnaflokki sigraði Þorvaldur Logi Einarsson á Spá frá Álftárósi og hlaut hann einnig ásetuverðlaun í barnaflokki. Unglingaflokkinn sigraði Björgvin Ólafsson á Sveip frá Hrepphólum og hlaut Björgvin einnig ásetuverðlaun í unglingaflokki. Í ungmennaflokki sigraði Sigurbjörg Bára Björnsdóttir á Fjöður frá Vorsabæ II.

B flokk gæðinga sigraði glæsihryssan Dáð frá Jaðri sem er undan Stíganda frá Stóra-Hofi, knapi á Dáð var Ólafur Ásgeirsson.

Í A flokki gæðinga var það einnig Ólafur Ásgeirsson sem hafði sigur úr bítum á Þristsdótturinni Nótt frá Jaðri og þar með vörðu þau titilinn og verðlaunagripinn glæsilega hreppasvipuna sem þau unnu einnig á gæðingamóti Smára 2012.

Mótanefnd þakkar öllum sem að mótinu komu, dómurum, starfsfólki, keppendum og áhorfendum kærlega fyrir góðan dag og vel unnin störf. Fleiri myndir má finna inn á www.smari.is og á facebook síðu hestamannafélagsins Smára.

Meðfylgjandi eru úrslit frá mótinu sem og niðurstöður úr forkeppni.

Barnaflokkur

A úrslit

1. Þorvaldur Logi Einarsson/Spá frá Álftárósi 8,36

2. Halldór Fjalar Helgason/Þokki frá Hvammi I 8,30

3. Aron Ernir Ragnarsson/Þyrnir frá Garði 8,27

4. Þórey Þula Helgadóttir/Bráinn frá Reykjavík 7,91

Unglingaflokkur

A úrslit

1. Björgvin Ólafsson/Sveipur frá Hrepphólum 8,25

2. Helgi Valdimar Sigurðsson/Hugnir frá Skollagróf 8,07

Ungmennaflokkur

A úrslit

1. Sigurbjörg Bára Björnsdóttir/Fjöður frá Vorsabæ II 8,34

2. Gunnlaugur Bjarnason/ Flögri frá Kjarnholtum I 8,19

3. Jón Bjarnason/Kjarkur frá Skipholti III 7,97

B flokkur

A úrslit

1. Dáð frá Jaðri/Ólafur Ásgeirsson 8,61

2. Þokki frá Þjóðólfshaga 1/Hólmfríður Kristjánsdóttir 8,48

3. Breyting frá Haga I/Guðmann Unnsteinsson 8,22

4. Dropi frá Efri-Brúnavöllum/Hermann Þ.Karlsson 8,18

5. Þöll frá Hvammi I/Erna Óðinsdóttir 8,17

A flokkur

A úrslit

1. Nótt frá Jaðri/ Ólafur Ásgeirsson 8,50

2. Sól frá Jaðri/Jón William Bjarkason 8,44

3. Askja frá Kílhrauni/Hólmfríður Kristjánsdóttir 8,33

4. Hlynur frá Húsatóftum/Hermann Þ. Karlsson 8,08

5. Vífill frá Skeiðháholti/Gunnar Jónsson 7,95

NIÐURSTÖÐUR ÚR FORKEPPNI

Barnaflokkur

1. Þorvaldur Logi Einarsson/Spá frá Álftárósi 8,20

2. Halldór Fjalar Helgason/Þokki frá Hvammi I 8,14

3. Aron Ernir Ragnarsson/Þyrnir frá Garði 8,02

4. Þórey Þula Helgadóttir/Bráinn frá Reykjavík 8,01

Unglingaflokkur

1. Helgi Valdimar Sigurðsson/Hugnir frá Skollagróf 8,16

2. Björgvin Ólafsson/Sveipur f rá Hrepphólum 7,99

3. Helgi Valdimar Sigurðsson/Hending frá Skollagróf 7,88

Ungmennaflokkur

1. Sigurbjörg Bára Björnsdóttir/Fjöður frá Vorsabæ II 8,14

2. Gunnlaugur Bjarnason/Flögri frá Kjarnholtum I 7,84

3. Jón Bjarnason/Kjarkur frá Skipholti III 7,73

B flokkur

1. Dáð frá Jaðri/Ólafur Ásgeirsson 8,47

2. Védís frá Jaðri/Ólafur Ásgeirsson 8,46

3. Þokki frá Þjóðólfshaga/Hólmfríður Kristjánsdóttir 8,33

4. Breyting frá Haga/Guðmann Unnsteinsson 8,28

5. Þöll frá Hvammi/Erna Óðinsdóttir 8,20

6. Dropi frá Efri-Brúnavöllum/Hermann Þ. Karlsson 8,14

7. Röst frá Hvammi/Hólmfríður Kristjánsdóttir 8,10

8. Riddari frá Húsatóftum 2a/Gunnlaugur Bjarnason 8,02

9. Alvara frá Kálfhóli 2/Hannes Gestsson 7,93

10. Jarl frá Skeiðháholti 3/Gunnar Jónsson 7,88

11. Alda frá Vorsabæ II/Sigurbjörg Bára Björnsdóttir 7,85

12. Sörli frá Arabæ/Hermann Þ. Karlsson 7,61

A flokkur

1. Hlynur frá Húsatóftum/Hermann Þ. Karlsson 8,11

2. Nótt frá Jaðri/Ólafur Ásgeirsson 8,06

3. Askja frá Kílhrauni/Hólmfríður Kristjánsdóttir 8,03

4. Vífill frá Skeiðháholti3/Gunnar Jónsson 8,02

5. Gítar frá Húsatóftum/Hermann Þ. Karlsson 7,91

6. Sól frá Jaðri/Ólafur Ásgeirsson 7,87

7. Gola frá Skollagróf/Sigurður Haukur Jónsson 7,57

Fyrri greinVeikur ferðamaður á Fimmvörðuhálsi
Næsta greinLyngdalsheiðin vinsæl til hraðaksturs