Golfklúbbur Hellu hélt Íslandsmót unglinga í holukeppni um síðustu helgi í ágætis veðri alla dagana en því lauk í vindi og 8 stiga hita. Þrátt fyrir það var mikið af góðum skorum.
Engan bráðabana þurfti til að knýja fram Íslandsmeistara en einn leikur um 3. sætið fór í bráðabana. Þar sigraði Ragnar Már úr Golfklúbbi Mosfellsbæjar Magnús Friðrik úr Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar.
Golfklúbbur Akureyrar krækti í þrjá Íslandmeistaratitla og einn fór til Golfklúbbs Reykjavíkur, einn til Golfklúbbs Suðurnesja og einn til Golfklúbbs Kópavogs og Garðabæjar.
Verðlaunasæti í hverjum flokki urðu eftirfarandi:
Kvennaflokkur 14 ára og yngri:
1. Andrea Ýr Ásmundsdóttir GA
2. Alma Rún Ragnarsdóttir GKG
3. Kinga Korpak GS
Karlaflokkur 14 ára og yngri:
1. Sigurður Arna Garðarsson GKG
2. Andri Már Guðmundsson GM
3. Kristófer Karl Karlsson GM
Kvennaflokkur 15 – 16 ára:
1. Zuzanna Korpak GS
2. Gerður Hrönn Ragnarsdóttir GR
3. Ólöf María Einarsdóttir GHD
Karlaflokkur 15 – 16 ára:
1. Kristján Benedikt Sveinsson GA
2. Arnór Snær Guðmundsson GHD
3. Ragnar Már Ríkarðsson GM
Kvennaflokkur 17 – 18 ára:
1. Eva Karen Björnsdóttir GR
2. Hafdís Alda Jóhannsdóttir GK
3. Elísabet Ágústsdóttir GKG
Karlaflokkur 17 – 18 ára:
1. Tumi Hrafn Kúld GA
2. Hlynur Bergsson GKG
3. Kristófer Orri Þórðarson GKG
Á myndinni hér að ofan eru Íslandsmeistararnir; fremri röð frá vinstri: Zuzanna Korpak (GS) 15-16 ára, Sigurður Arnar Garðarsson (GKG) 14 ára og yngri, Evar Karen Björnsdóttir (GR) 17-18 ára, Andrea Ásmundsdóttir (GA) 14 ára og yngri; aftari röð: Kristján Benedikt Sveinsson (GA) 15-16 ára og Tumi Hrafn Kúld (GA) 17-18 ára.