Vel heppnuð firmakeppni hjá Rangárvalladeild Geysis

Firmakeppni Rangárvalladeildar Geysis var haldin á sumardaginn fyrsta. Keppnin hófst að venju með hópreið frá hesthúsahverfinu á Hellu að dvalarheimilinu Lundi þar sem tekin voru nokkur lög fyrir heimilisfólk.

Því næst var riðið frá Lundi og niður að Rangárbökkum þar sem firmakeppnin fór fram. Veðrið lék við hvern sinn fingur og var keppnin glæsileg. Niðurstöður má sjá hér að neðan.

Þulur var Ágúst Sigurðsson, dómari Albert Jónsson og ritari Anne Bau.

Pollaflokkur (ekki raðað í sæti):
Bryndís Anna Gunnarsdóttir á Vissu frá Smáhömrum
Lovísa Rós Pétursdóttir á Bryðju frá Varmadal
Unnur Kristín Sigurðardóttir á Fimmí frá Hjallanesi

Barnaflokkur:
1. Svala Norðdal á Hrólfi frá Hafsteinsstöðum
2. Helga Melsteð á Alex frá Kópavogi
3. Sigrún Arna Friðþjófsdóttir á Ásvör frá Hamrahóli

Unglingaflokkur:
1. Ásrún Ásta Ásmundardóttir á Mósa frá Lindartúni
2. Írena Rós Haraldsdóttir á Seiglu frá Húnakoti
3. Álfheiður Fanney Ásmundsdótttir á Skutlu frá Hrafntóftum 2

Kvennaflokkur:
1. Veronika Eberl á Fló frá Búð
2. Emilie L. Norub á Moldstjörnu frá Hvítanesi
3. Anna Gunna Jónsdóttir á Tenór frá Litla-Dal

Karlaflokkur:
1. Friðþjófur Örn Vignisson á Skrá frá Lýtingsstöðum
2. Magnús Kristjánsson á Spuna frá Jaðri
3. Ingi Hlynur Jónsson á Þulu frá Hoftúni

Glæsilegasta parið var kosið af áhorfendum og kom það í hlut Ásrúnar Ástu Ásmundsdóttir á Mósa frá Lindartúni.

Fyrri greinFélagsmálaráðherra framsögumaður á aðalfundi
Næsta greinSnæfríður Sól náði EM-lágmarki