Selfyssingar hefja leik í N1 deild karla í handbolta í kvöld þegar liðið heimsækir Fram í Framhúsið kl. 19:30.
Selfyssingar spila nú í deild þeirra bestu í fyrsta skipti í fjögur ár en liðið varð deildarmeistari í 1. deild í vor.
Átta lið leika í N1 deildinni og er leikin tvöföld umferð og svo tekur við úrslitakeppni fjögurra efstu liðanna. Neðsta liðið fellur en liðið í 7. sæti fer í umspil við liðið í 2. sæti í 1. deild.
Selfyssingum er einmitt spáð 7. sætinu af þjálfurum og forráðamönnum liðanna í deildinni. FH er spáð Íslandsmeistaratitlinum og hinum nýliðunum, Aftureldingu, er spáð falli.
Fyrsti heimaleikur Selfyssinga er fimmtudaginn 7. október gegn Val en nær allir leikir Selfyssinga í vetur verða leiknir á fimmtudagskvöldum kl. 19:30.