Í byrjun menningarmánaðarins október í Árborg var opnuð sýning minjaverndar Umf. Selfoss um Ólympíufarann Sigfús Sigurðsson frá Selfossi.
Sýningin er á Bókasafni Árborgar á Selfossi og í tilefni hennar mun Vésteinn Hafsteinsson koma á safnið þriðjudaginn 22. október kl. 15:00 og segja frá upplifun sinni af þeim ellefu Ólympíuleikum sem hann hefur farið á.
Á 40 ára tímabili hefur Vésteinn farið sem keppandi á fjóra Ólympíuleika og sjö sinnum sem fararstjóri og þjálfari.