Knattspyrnudeild Hamars stendur fyrir móti utandeildarliða í vetur. Mótið heitir Vetrardeild Hamars og fara allir leikirnir fram í Hamarshöllinni í Hveragerði.
-Leikið er eftir reglum KSÍ um keppni 7 manna liða.
-Leiktími hvers leiks er 2 x 25 mín.
-Leikið er á laugardögum. Fyrsta umferð mótsins er 9. febrúar og lýkur 13. apríl.
-Mótið er skipað 8 liðum þar sem allir leika við alla. Hvert lið leikur því 7 leiki.
-Hver leikmaður er aðeins hlutgengur með einu liði í mótinu.
-Dómgæsla er í höndum mótshaldara.
Verðlaun
Verðlaunapeningar verða veittir fyrir þrjú efstu sætin. Þá hlýtur sigurliðið einnig bikar og vegleg verðlaun frá styrktaraðilum Vetrardeildarinnar.
Skráning
Þátttöku ber að tilkynna í síðasta lagi mánudaginn 4. febrúar á netfangið: oligisla1980@gmail.com og í síma : 773-3200
Þar sem takmarkaður fjöldi liða kemst að (8-lið) gildir að „fyrstur kemur, fyrstur fær“.
Með þátttökutilkynningunni er nauðsynlegt að með fylgi upplýsingar um nafn tengiliðs hjá viðkomandi liði ásamt símanúmeri og netfangi.
Þátttökugjald í Vetrardeildina er kr. 50.000.- á lið sem ber að greiða um leið og mótshaldari hefur staðfest þátttöku viðkomandi liðs.