Selfyssingurinn Viðar Örn Kjartansson skoraði í gær sitt 25. mark í norsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu fyrir Vålerenga og er langmarkahæsti leikmaður deildarinnar.
Um helgina var tilkynnt að Viðar Örn sé einn þriggja leikmanna sem eru tilnefndir sem besti sóknarmaðurinn í norsku úrvalsdeildinni á tímabilinu.
Auk Viðars eru tilnefndir þeir Daniel Chima Chukwu úr Molde og Fredrik Brustad úr Stabæk.
Hægt er að taka þátt í kosningunni HÉR