„Við vorum mjög agaðir“

Ragnar Jóhannsson skoraði sex mörk í kvöld. Ljósmynd/Sigurður Ástgeirsson

Sel­fyss­ing­ar unnu magnaðan sig­ur á FH í Olís­deild karla í hand­bolta í kvöld, 27-23, þegar liðin mætt­ust í Set-höllinni á Sel­fossi.

„Eftir fyrstu tíu mínúturnar var þetta virkilega flott. Vörnin small og við vorum mjög agaðir. Það gekk allt upp í seinni hálfleiknum og ég var mjög ánægður með framlag ungu strákanna, Ísaks og Elvars,“ sagði Ragnar Jóhannsson, leikmaður Selfoss, í samtali við sunnlenska.is eftir leik.

Selfoss var varla með í upphafi leiks og FH leiddi 1-5 eftir tíu mínútna leik. Eftir þessa skelfilegu byrjun náðu Selfyssingar vopnum sínum á nýjan leik og jöfnuðu 10-10 þegar átta mínútur voru til hálfleiks. Staðan í leikhléi var 14-12.

Í seinni hálfleiknum hafði Selfoss frumkvæðið allan tímann og lék virkilega góðan handbolta. FH átti engin svör við kraftmiklum varnarleik og áræðnum sóknarleik Selfyssinga. Markaskorunin dreifðist vel hjá heimamönnum þegar mest á reyndi. Maður leiksins var Vilius Rasimas, sem var frábær í markinu með 21/1 varið skot.

Ein­ar Sverris­son var marka­hæst­ur Sel­fyss­inga með 8/​5 mörk, Ragn­ar Jó­hanns­son skoraði 6, Ísak Gústafsson 5, Richard Sæþór Sigurðsson og Alexander Már Egan 3 og Hergeir Grímsson 2. Elvar Elí Hallgrímsson var frábær í vörninni með 9 lögleg stopp.

Þetta var annar leikur Selfoss í deildinni í vetur og fyrsti sigur liðsins.

Fyrri greinAð loknum kosningum
Næsta greinRafmögnuð gjöf til FSu