Viðar skoraði í grátlegu tapi gegn Dönum

Jón Daði og Viðar Örn á landsliðsæfingu. Ljósmynd/fotbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Viðar Örn Kjartansson skoraði mark Íslands sem tapaði 2-1 gegn Danmörku í Þjóðadeild UEFA á Parken í Kaupmannahöfn í kvöld.

Danir komust yfir þegar þeir fengu ódýra vítaspyrnu í fyrri hálfleik og staðan var 1-0 í leikhléi.

Viðar Örn kom inná á 71. mínútu fyrir Jón Daða Böðvarsson og lét strax til sín taka í sóknarleik Íslands. Á 85. mínútu fékk hann góða sendingu innfyrir frá Ara Frey Skúlasyni og kláraði færið ákaflega vel, 1-1.

Fimm mínútum síðar fengu Danir aðra vítaspyrnu og úr henni kom sigurmarkið. Grátleg úrslit fyrir Íslendinga sem stóðu sig vel í leiknum, sérstaklega í seinni hálfleik.

Næsti leikur Íslands er gegn Englendingum á Wembley næstkomandi miðvikudag.

Fyrri greinFórnarlamba umferðarslysa minnst á nýja Suðurlandsveginum
Næsta greinTelja skjálftana tengjast langvarandi niðurdælingu