Víðir hirti toppsætið af Ægi

Stefan Dabetic, fyrirliði Ægis. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Ægir heimsótti Víði í Reykjaneshöllina í B-deild Lengjubikars karla í knattspyrnu í kvöld.

Víðismenn skoruðu eina mark leiksins strax á 8. mínútu og þar við sat, lokatölur 1-0. Víðismenn hirtu þar með toppsætið af Ægi.

Þegar ein umferð er eftir í riðlakeppninni er Víðir í efsta sæti riðils-2 með 10 stig en Ægir í 2. sæti með 9 stig. Ægir mætir Árborg í lokaumferðinni og á sama tíma heimsækir Víðir Ými í Kórinn.

Fyrri grein„Ótrúlega mikilvægt að elta draumana sína“
Næsta greinÞrenna Arilíusar tryggði fyrsta sigur Stokkseyrar