Vilius framlengir til tveggja ára

Vilius Rasimas. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Litháenski markmaðurinn Vilius Rašimas hefur framlengt samning sinn við handknattleiks Selfoss til ársins 2025. Þetta eru frábær tíðindi fyrir Selfyssinga enda hefur Vilius verið lykilmaður í meistaraflokki karla og einn af bestu markmönnum Olísdeildarinnar undanfarin tímabil.

Hann er með meðalmarkvörslu upp á 32% og var m.a. valinn besti leikmaður Selfoss á lokahófi deildarinnar árið 2021 ásamt því að vera valinn besti markmaður Olísdeildarinnar keppnistímabilið 2020-2021.

Samhliða því að vera markmaður í meistaraflokki karla hefur hann séð um markmannsþjálfun í yngri flokkum og akademíunni. Hann er mjög reynslumikill enda hefur hann verið landsliðsmarkmaður Litháen síðan 2010.

Vilius kom til Selfoss frá þýska liðinu EHV Aue, en hann hefur meðal annars leikið með Kaunas í heimalandi sínu, Azoty Pulawy í Póllandi og franska liðinu Limoges.

Fyrri greinMyndlistarnemar sýna í Listagjánni
Næsta greinTónlistarskóli Árnesinga hlaut Menntaverðlaun Suðurlands 2022