
Svandís Atkien Sævarsdóttir, Hestamannafélaginu Sleipni, mætti sem villiköttur í lokamót Vesturlandsdeildarinnar í Borgarnesi í síðustu viku en þá var keppt í tölti.
Hvert lið má tefla fram svokölluðum villiketti í einu móti í mótaröðinni og lið Laxárholts fékk Svandísi sem sinn villikött í lokamótið.
Svandís keppti á hryssu sinni Fjöður frá Hrísakoti en þær stóðu efstar eftir forkeppnina með einkunnina 7,17 og sigruðu að lokum úrslitin með einkunnina 7,28.