Vinnusemi og frábær vörn

Vincent Shahid. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Þórsarar hirtu heimavallarréttinn af Íslandsmeisturum Vals með frábærum sigri að Hlíðarenda í kvöld, í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Íslandsmóts karla í körfubolta.

Leikurinn fór hægt af stað og bæði lið gerðu mikið af mistökum. Þórsarar voru hins vegar mjög vinnusamir og spiluðu frábæra vörn stærstan hluta leiksins og það skilaði þessum sigri.

Staðan í hálfleik var 40-44 og eftir frábæran 3. leikhluta leiddu Þórsarar 51-62. Öll áhlaup Valsmanna voru kæfð í fæðingu og Þórsarar sigldu heim öruggum sigri í 4. leikhluta, 75-83.

Vincent Shahid var stigahæstur Þórsara með 19 stig og 9 fráköst en Styrmir Snær Þrastarson var framlagshæstur með 18 stig og 9 stoðsendingar.

Staðan í einvíginu er 1-0 fyrir Þór og liðin mætast næst í Þorlákshöfn á mánudagskvöld.

Valur-Þór Þ. 75-83 (20-16, 20-28, 11-18, 24-21)
Tölfræði Þórs: Vincent Shahid 19/9 fráköst, Styrmir Snær Þrastarson 18/5 fráköst/9 stoðsendingar, Fotios Lampropoulos 13, Jordan Semple 13/9 fráköst, Tómas Valur Þrastarson 9/6 fráköst, Davíð Arnar Ágústsson 8/4 fráköst, Emil Karel Einarsson 3/4 fráköst.

Fyrri greinSveitarfélag með þröng fjárráð
Næsta greinUndirritun samnings vegna aukinnar þjónustu