Víti í súginn og Víkingar sigruðu

Aron Freyr Margeirsson, markaskorari Árborgar. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Árborg heimsótti Víking Ólafsvík í B-deild Lengjubikars karla í knattspyrnu í dag. Víkingar sigruðu 2-1.

Víkingur komst yfir strax á 9. mínútu og reyndist það eina mark fyrri hálfleiks þrátt fyrir góðar sóknir beggja liða.

Staðan var 1-0 í hálfleik en strax á 5. mínútu seinni hálfleiks skoruðu Víkingar aftur. Árborgarar lögðu árar ekki í bát og Aron Freyr Margeirsson minnkaði muninn fjórum mínútum síðar. Árborgarar héldu áfram að sækja og þeir uppskáru vítaspyrnu á lokakaflanum en markvörður Víkings varði frá Þormari Elvarssyni og Víkingar fögnuðu sigri.

Staðan í riðli-2 er þannig að Árborg og Víkingur Ó eru í 5.-6. sæti, bæði lið með 3 stig.

Riðlakeppninni lýkur hjá sunnlensku liðunum næstkomandi miðvikudagskvöld þegar Árborg tekur á móti Ægi.

Fyrri greinBarist í Borgarnesi
Næsta greinÞrjú mörk á sex mínútum afgreiddu Afríku