Vonbrigði í vesturbænum

Hamarskonur töpuðu fyrir KR í oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta kvenna þegar liðin mættust í DHL-höllinni í kvöld. Lokatölur voru 84-79.

Leikurinn var jafn og spennandi allan tímann. KR byrjaði betur en Hamarsliðið tók af skarið í 2. leikhluta og leiddi í hálfleik, 33-37.

KR átti góðan sprett í upphafi síðari hálfleik og náði mest 13 stiga forskoti. Hamarskonur komu sterkar til baka og önduðu verulega niður um hálsmálið á KR-liðinu á lokamínútunum. En þrátt fyrir hetjulega baráttu og frábæran stuðning fjölda Hvergerðinga tókst Hamri ekki að brúa bilið og KR vann fimm stiga sigur.

Koren Schram var stigahæst hjá Hamri með 24 stig, Kristrún Sigurjónsdóttir skoraði 24 og Julia Demirer 18.

Fyrri greinSviðsettu árekstur í Hveragerði
Næsta greinTvennt fannst látið að Fjallabaki