Vormóti frestað vegna veðurs

Vegna veðurs hefur verið ákveðið að fresta Vormóti HSK í frjálsum íþróttum sem halda átti á Selfossi næstkomandi laugardag og verður það haldið þriðjudagskvöldið 29. maí.

Skráningarfrestur hefur verið framlengdur til 27. maí.

Vormótið hefur vaxið ár frá ári og þangað kemur margt af besta frjálsíþróttafólki landsins ár hvert til að reyna við bætingar og ná lágmörkum á stórmót.

Fyrri greinSonus undirbýr rafbílarallý – „Fékk gæsahúð af spenningi“
Næsta greinHestaeigandi sviptur ellefu hrossum